48. fundur
fjárlaganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 13:18


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 13:18
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:18
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:18
Halldór Auðar Svansson (HAS) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:18
Helgi Héðinsson (HHéð) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 13:18
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 13:18
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 13:18
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:18

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 513. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027 Kl. 13:18
Til fundarins komu Ingilín Kristmannsdóttir, Ólafur Hjörleifsson og Guðni Geir Einarsson frá innviðaráðuneytinu.
Kl. 14:58. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftlagsráðherra. Með honum komu Sigríður Auður Arnardóttir, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Kjartan Ingvarsson, Reynir Jónsson, Þórunn Þórðardóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Magnús Örn Agnesar Sigurðarson og Vanda Úlfrún Liv Hellsing. Farið var yfir þann hluta áætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði hvors ráðuneytis fyrir sig og síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:18
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:19
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:20